Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 28. maí 2021 21:48
Brynjar Ingi Erluson
Mikill áhugi á Kounde - „Gæti þurft að fara í sumar"
Jules Kounde
Jules Kounde
Mynd: Getty Images
Franski varnarmaðurinn Jules Kounde viðurkennir að hann gæti líklega þurft að yfirgefa spænska félagið Sevilla í sumar en Arsenal og Real Madrid hafa sýnt honum mikinn áhuga á síðustu vikum.

Kounde er 22 ára gamall og hefur spilað eins og klettur í vörn Sevilla frá því hann kom frá Bordeaux fyrir tveimur árum.

Hann var valinn í franska landsliðið sem spilar á EM í sumar en hann er metinn á 70 milljónir evra.

Sevilla gæti selt hann í sumar en Real Madrid hefur verið í sambandi við Kounde sem og Arsenal.

„Ég gæti þurft að skipta um félag í sumar en ég hef ekki ákveðið neitt," sagði Kounde.

„Markmiðið mitt er að þróa leikmenn hjá frábæru félagi og reyna að vinna titla. Það að byrja hvert tímabil með það hugarfar að vinna einhverja ákveðna keppni. Ég gæti því þurft að fara en það skiptir ekki máli akkúrat núna," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner