Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
banner
   fös 28. maí 2021 21:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Orri Hjaltalín: Vorum heppnir að hanga á þessu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þetta var alveg ótrúlegur hasar í lokin. Við vorum pínu klaufar að setja okkur í þessa stöðu við fengum alveg nóg af færum til að vera búnir að gera útum þennan leik og í raun og veru vorum við heppnir að hafa hangið á þessum sigri í lokin" Sagði Orri Freyr Hjaltalín eftir 2-1 sigur Þórs á Aftureldingu í hörku leik.

Lestu um leikinn: Þór 2 -  1 Afturelding

Hvað fannst Orra þeir þurfa að gera til að gera út um leikinn?

„Ég er ekki alveg með töluna á færunum sem við sköpum en ég hefði viljað skora töluvert meira en eitt mark í fyrri hálfleik en við áttum líka frábæra sénsa í seinni á að setja þetta í þrjú, fjögur núll og loka kvöldinu. Svo hleyptum við þeim inn í þetta með klaufalegu marki af okkar hálfu enn og aftur úr föstu leikatriði og eftir það vorum við í töluverðu basli, pínu ragir og stressaðir, eins og ég sagði í byrjun, við vorum bara heppnir að hafa hangið á þessu

Afturelding vildi fá vítaspyrnu undir lok leiksins en það endaði með því að leikmaður Aftureldingar fékk að líta rauða spjaldið fyrir kjaft. Hvað fannst Orra um þetta atvik?

„Ég sá þetta nú ekki alveg en miðað við viðbrögðin þeirra þá tel ég það alveg öruggt að hann hafi fengið boltann í höndina. Það hefur verið erfitt fyrir dómaratríóið að sjá, þetta var nátturulega fast skot inn í mikla þvögu, við sluppum með skrekkinn þar væntanlega þannig að við þyggjum það bara"
Athugasemdir
banner
banner