fös 28. maí 2021 12:30
Elvar Geir Magnússon
PSG ætlar að halda Pochettino
Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino.
Mynd: EPA
Paris St-Germain hefur ekki í hyggju að láta Mauricio Pochettino yfirgefa félagið. Þetta segir íþróttafréttamaðurinn Guillem Balague.

Tottenham hefur haft samband við Pochettino en hann var hjá félaginu í fimm ár.

„Að snúa aftur til Englands er markmið hans en hann hefur hafið undirbúning fyrir næsta tímabil með starfsliði PSG. Félagið hefur ekki í hyggju að láta hann fara og öll þessi fjölmiðlaumfjöllun kemur því á óvart," segir Balague.

Covid-19 faraldurinn hefur flækt líf Pochettino í París en helmingur fjölskyldu hans er í London.

Tottenham rak Jose Mourinho í síðasta mánuði og hefur tekið sér tíma til að finna mann í hans stað. Pochettino hefur ekki bara verið orðaður við endurkomu til Tottenham heldur líka við Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner