Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 28. maí 2021 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rashford varð fyrir kynþáttaníði frá grunnskólakennara
Marcus Rashford hefur fengið mikið lof fyrir starf sitt í þágu bágstaddra og hlaut meðal annars MBE heiðursorðu frá Bretlandsdrottningu.
Marcus Rashford hefur fengið mikið lof fyrir starf sitt í þágu bágstaddra og hlaut meðal annars MBE heiðursorðu frá Bretlandsdrottningu.
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford varð fyrir miklu kynþáttaníði í fyrradag þegar Manchester United tapaði úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir vítaspyrnukeppni gegn Villarreal.

Rashford þótti slakur í leiknum en hann spilaði þó 120 mínútur og skoraði svo í vítakeppninni. Eftir leikinn skoðaði hann skilaboð á samfélagsmiðlum og taldi minnst 70 niðrandi skilaboð sem innihéldu kynþáttaníð.

Ein skilaboðin komu frá opnum aðgangi grunnskólakennara. Það vakti sérstaklega mikla reiði hjá Rashford.

„Þetta voru minnst 70 niðrandi skilaboð sem var beint að mér á samfélagsmiðlum. Fyrir ykkur sem eruð að reyna að láta mér líða verr en mér líður nú þegar, gangi ykkur vel," skrifaði Rashford í færslu á Twitter eftir tapið í gærkvöldi.

„Það sem gerir mig enn reiðari er að einn ofbeldismannanna, sem sendi mér haug af apatjáknum í einkaskilaboðum, er stærðfræðikennari með opinn aðgang. Hann kennir í grunnskóla!! Og hann veit að hann getur níðst á fólki á netinu án afleiðinga..."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner