fös 28. maí 2021 09:00
Aksentije Milisic
Robertson vill enda ferilinn hjá Liverpool
Mynd: Getty Images
Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, hefur greint frá því að hann vilji spila hjá félaginu út ferilinn.

Robertson hefur staðið sig frábærlega síðan hann kom til Liverpool frá Hull City árið 2017 og hefur hann orðið lykilmaður undir stjórn Jurgen Klopp.

Robertson hefur spilað 177 leiki á síðustu fjórum tímabilum. Robertson hefur talað áður um að spila aftur með Celtic en nú virðist hann hafa dregið þau ummæli til baka.

„Mitt markmið er að enda ferilinn hjá Liverpool. Ég veit samt hversu erfitt það er að halda áfram og berjast í hæsta gæðaflokki. Tíminn mun koma þegar ég tek ákvörðun," sagði Skotinn.

„Þessa stundina á ég nóg eftir af samningi mínum. Ég vil vera hér og klára ferilinn hér. Hlutirnir breytast samt þegar þú ert kominn yfir þrítugt. Ég myndi elska það að klára ferilinn hjá Liverpool."
Athugasemdir
banner
banner
banner