Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 28. maí 2021 12:58
Ívan Guðjón Baldursson
Spalletti er að taka við Napoli - Ranieri hættur með Samp
Mynd: EPA
Það hefur margt gengið á í þjálfaramálum í ítalska boltanum þar sem tvö stærstu félagsliðin eru án þjálfara sem stendur.

Antonio Conte yfirgaf Inter og var Andrea Pirlo rekinn frá Juventus. Simone Inzaghi og Massimiliano Allegri eru að taka við.

Napoli er einnig þjálfaralaust eftir að Gennaro Gattuso skipti til Fiorentina á dögunum.

Luciano Spalletti, fyrrum þjálfari Inter og Roma, er að taka við Napoli. Hann hefur verið án starfs síðan hann var rekinn frá Inter í maí 2019.

Spalletti er 62 ára gamall og var valinn þjálfari ársins í Serie A tvö tímabil í röð meðan hann var hjá Roma frá 2005 til 2007. Honum hefur aldrei tekist að vinna deildina en hann vann ítalska bikarinn 2007 og 2008.

Þetta eru þó ekki öll þjálfaraskipti deildarinnar undanfarin misseri því Jose Mourinho var ráðinn til að taka af Paulo Fonseca hjá AS Roma.

Auk þess eru Roberto De Zerbi og Claudio Ranieri að yfirgefa Sassuolo og Sampdoria þrátt fyrir gott gengi, rétt eins og Ivan Juric sem er hættur hjá Verona þrátt fyrir flottan árangur. Juric er tekinn við Torino.
Athugasemdir
banner
banner
banner