Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 28. maí 2021 19:00
Elvar Geir Magnússon
Viðræður Celtic við Eddie Howe sigldu í strand
Eddie Howe.
Eddie Howe.
Mynd: Getty Images
Viðræður milli Celtic og Eddie Howe hafa siglt í strand og skoska félagið er farið að snúa sér að öðrum mögulegum kostum. Þetta segir í frétt Sky Sports.

Howe er sagður hafa dregið sig úr viðræðunum.

Ýmsar ástæður eru sagðar fyrir því að ekkert varð af samningum. Talað er um að aðilar hafi ekki verið sammála um fjármagn til leikmannakaupa og starfslið.

Howe er 43 ára og er fyrrum stjóri Bournemouth. Hann var fyrsti kostur til að koma í stað Neil Lennon.

Celtic hafnaði 25 stigum frá meisturunum og erkifjendunum í Rangers í skosku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner