Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 28. maí 2022 13:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: mbl 
Guðlaugur Victor: Mikilvægara að vera með syni mínum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Guðlaugur Victor Pálsson landsliðsmaður og leikmaður Schalke í Þýskalandi hefur ekki verið með landsliðinu að undanförnu en hann sagði í viðtali í þættinum Dagmál á mbl.is að það væri af persónulegum ástæðum.


„Það er mestmegnis útaf mínu persónulega lífi. Það er mikilvægara fyrir mig að vera með fjölskyldunni heldur en að fara í landsliðið, það er aðal ástæðan fyrir því hvers vegna ég hef ekki verið að gefa kost á mér," sagði Guðlaugur sem tekur fram að hann sé ekki hættur í landsliðinu.

Hann verður ekki með landsliðinu þegar liðið hefur leik í Þjóðadeildinni í byrjun júní.

„Nú er búið að vera langt tímabil, sonur minn býr í Kanada og ég fæ fimm vikna frí. Ég get fengið að vera með honum í fimm vikur og það er mikilvægara fyrir mig heldur en að fara í þessa fjóra leiki í Júní."

Guðlaugur Victor var fyrirliði Schalke sem tryggði sér þátttökurétt í efstu deild í Þýskalandi á næstu leiktíð með sigri í næst efstu deild á ný afstöðnu tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner