Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 28. júní 2018 20:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Batshuayi með útskýringu: Fornite-fögn ofmetin
Batshuayi stal senunni í kvöld.
Batshuayi stal senunni í kvöld.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Michy Batshuayi stal senunni þegar Belgía lagði England að velli í riðlakeppni HM í Rússlandi.

Leikurinn fór 1-0 en Batshuayi var ekki á skotskónum. Eftir að Adann Januzaj kom boltanum í netið ætlaði Batshuayi að vera sniðugur og negla boltanum aftur í netið. Það fór ekki betur en svo að Batshuayi negldi boltanum í stöngina og í andlitið á sér.

Sjón er svo sannarlega sögu ríkari. Það er ekki annað hægt en að hlæja að þessu!

Smelltu hér til að sjá myndband á vef RÚV.

Batshuayi er mjög virkur á Twitter en hann var mættur þar strax eftir leikinn. „Ég vissi að ég yrði í skítnum um leið og myndi koma hingað inn. Af hverju er ég svona heimskur," skrifaði Batshuayi.

Batshuayi bætti því svo við að fögn úr tölvuleiknum vinsæla Fortnite væru ofmetin og því hann hafi ákveðið að byrja á einhverju nýju; að skjóta boltanum í andlitið á sér...







Athugasemdir
banner
banner
banner