Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 28. júní 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dier mun koma inn í byrjunarlið Englands í kvöld
Mynd: Getty Images
Eric Dier, leikmaður Tottenham, mun koma inn í byrjunarlið Englands sem mætir Belgíu í dag.

Dier hefur byrjað á bekknum í fyrstu tveimur leikjum Englands en mun koma inn gegn Belgíu.

Dier er mjög fjölhæfur og getur spilað sem miðvörður, bakvörður og á miðjunni. Dier er 24 ára og lék 46 leiki í öllum keppnum fyrir Tottenham á síðasta tímabili.

Líklegt þykir að Dier muni koma inn á miðjuna í stað Jordan Henderson sem hefur leikið allar 180 mínúturnar á mótinu hingað til.

England hefur tryggt sér sætið í 16-liða úrslitunum fyrir leikinn en enn á eftir að koma í ljós hvort liðið endar í efsta sæti. Jafntefli gæti nægt England ef þeir enda með færri spjöld en Belgía. Markatala liðanna er sú nákvæmlega sama fyrir leikinn.

Sjá einnig:
Lukaku ekki með gegn Englandi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner