fim 28. júní 2018 18:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Færri spjöld skiluðu Japan áfram - Skrautlegar lokamínútur
Mynd: Getty Images
Senegal varð í dag fyrsta liðið í sögu HM sem dettur út á háttvísisstigum. Senegal endaði með nákvæmlega sama árangur og Japan í H-riðlinum. Bæði lið voru með markatöluna 4:4 og fjögur stig eftir þrjá leiki. Þá er farið eftir háttvísisstigum. Japan fékk fjögur gul spjöld á meðan Senegal fékk sex og því er það Japan sem fer áfram.

Ótrúlega svekkjandi fyrir Senegal sem er á heimelið eftir 1-0 tap gegn Kólumbíu á þessum fimmtudegi.

Á samfélagsmiðlum braust út reiði með síðustu 10 mínúturnar í leik Japans og Póllands.

Pólland leiddi þar 1-0 en Japanar vissu að þeir væru að fara áfram ef staðan yrði áfram eins og hún var. Þeir treystu algjörlega á að Kólumbía myndi klára leikinn gegn Senegal.

Á síðustu 10 mínútunum í leiknum var boltinn bara sendur á milli og ekkert annað gert. Bæði lið sættu sig við úrslitin og þar við sat.











Athugasemdir
banner
banner
banner