Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 28. júní 2018 16:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óli Stefán spáir í leik Panama og Túnis
Óli fer hér yfir málin með aðstoðarmanni sínum, Milan Stefan Jankovic.
Óli fer hér yfir málin með aðstoðarmanni sínum, Milan Stefan Jankovic.
Mynd: Raggi Óla
Leikur Panama og Túnis í G-riðli Heimsmeistaramótsins á eftir skiptir litlu sem engu máli.

Bæði lið eru án stiga og aðeins stoltið er í húfi.

Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, spáir í þennan leik.

Panama 1 - 3 Túnis (klukkan 18:00)
Panama er líklega slakasta lið í þessari keppni en gerðu þó ágætlega í seinni hálfleik á móti Englandi og skoruðu gott mark ásamt því að klúðra dauðafæri. Ég held að þeir setji eitt í kvöld.

Túnis spilaði fyrsta leikinn á móti Englandi vel og voru í raun óheppnir að tapa honum. Þeir hafa skorað þrjú mörk hingað til í þessari keppni og ég held að þeir skori önnur þrjú í þessum leik.

Túnis vinnur þennan leik 3-1.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner