banner
   fim 28. júní 2018 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfari Kólumbíu „mjög áhyggjufullur" vegna James
James gengur af velli í dag.
James gengur af velli í dag.
Mynd: Getty Images
Jose Pekerman, hinn þaulreyndi þjálfari Kólumbíu, er áhyggjufullur vegna meiðsla James Rodriguez.

James fór meiddur af velli í 1-0 sigri Kólumbíu á Senegal í dag. Kólumbía vann riðil sinn þrátt fyrir að hafa tapað fyrsta leik sínum á mótinu gegn Japan.

Næst á dagskrá hjá Kólumbíu er leikur við England í 16-liða úrslitunum. Óttast er að James missi af þeim leik sem eru klárlega góðar fréttir fyrir England.

„Ég er mjög áhyggjufullur, þetta er erfið staða fyrir mitt lið," sagði Pekerman á blaðamannafundi eftir leik.

„Ég vildi ekki tala um þetta á fundinum svo þetta skyggi ekki á allt annað sem hefur gerst. En ég get sagt að þetta er ekki þægileg staða fyrir okkur að vera í."

James byrjaði ekki fyrsta leikinn gegn Japan vegna smávægilegra kálfameiðsla. „Hann var klár í slaginn en ég veit ekki hvernig hann stendur núna. Vonandi fáum við góðar fréttir."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner