Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 28. júní 2018 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Útsýnið sem Messi fær er risastór veggmynd af Ronaldo
Veggmyndin sem blasir við Messi og félögum í Kazan.
Veggmyndin sem blasir við Messi og félögum í Kazan.
Mynd: Reuters
Lionel Messi er ekki að eiga sitt besta mót á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi, allavega ekki til þessa.

Argentína rétt skreið upp úr D-riðlinum með Íslandi, Króatíu og Nígeríu. Eftir jafntefli við Ísland og tap gegn Króatíu þá vann Argentína dramatískan sigur á Nígeríu í lokaleik sínum og komst þannig áfram í 16-liða úrslitin.

Messi skoraði eina mark sitt á mótinu hingað til í sigrinum gegn Nígeríu. Hann skoraði fyrra markið en það seinna gerði varnarmaðurinn Marco Rojo á 86. mínútu

Mótherji Argentínu í 16-liða úrslitunum verður Frakkland og er sá leikur á laugardaginn. Stórleikur.

Leikurinn fer fram í Kazan en argentíska landsliðið mun gista á Ramada-hótelinu þar í borg.

Á móti Ramada-hótelinu er stór veggmynd
Hótelið er það sem og portúgalska landsliðið dvaldi á síðasta sumar á meðan Álfukeppninni stóð. Cristiano Ronaldo er aðalmaðurinn í liði Portúgal og helsti keppinautur Messi, en í kringum Álfukeppnina var máluð risastór veggmynd af honum á móti hótelinu.

Samkvæmt staðarmiðlum í Kazan er gott útsýni yfir veggmyndina í flestum herbergjum hótelsins. Það fyrsta sem Messi gæti því séð á morgnana er risastór mynd af Ronaldo.

Hvort þetta kveiki eða slökkvi í litla töframanninum mun koma í ljós.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner