Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 28. júní 2020 17:05
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild kvenna: Hömrunum skellt í Kópavogi
Mynd: Bernhard Kristinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikir fóru fram í 2. deild kvenna í dag þar sem HK og Álftanes nældu sér í þrjú stig.

HK tók á móti spennandi liði Hamranna og leiddi 1-0 í leikhlé eftir mark Karenar Sturludóttur. Hún skoraði eftir stoðsendingu Láru Hallgrímsdóttur.

Karen tvöfaldaði forystu HK skömmu eftir leikhlé og innsiglaði Lára sigurinn með marki beint úr aukaspyrnu á 70. mínútu.

Liðin eru jöfn á toppi deildarinnar með sex stig. HK er þó aðeins búið að spila tvo leiki en þetta var þriðji leikur Hamranna.

HK 3 - 0 Hamrarnir
1-0 Karen Sturludóttir ('19)
2-0 Karen Sturludóttir ('46)
3-0 Lára Hallgrímsdóttir ('70)

Sindri tók þá á móti Álftanesi og kom Edda Mjöll Karlsdóttir gestunum yfir í fyrri hálfleik.

Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir bætti öðru marki Álftnesinga við í upphafi síðari hálfleiks og minnkaði Arna Ósk Arnarsdóttir muninn skömmu síðar.

Hvorugu liði tókst að bæta við marki og fara stigin þrjú til Álftaness, en þetta var fyrsti deildarleikur liðsins í sumar.

Sindri 1 - 2 Álftanes
0-1 Edda Mjöll Karlsdóttir ('25)
0-2 Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir ('51)
1-2 Arna Ósk Arnarsdóttir ('59)

Það getur tekið stöðutöfluna tíma að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner