Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 28. júní 2020 13:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ancelotti telur Gylfa geta orðið góðan knattspyrnustjóra
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti, stjóri Everton, segir að þrír leikmenn Everton geti farið úr því að vera leikmaður í það að vera knattspyrnustjóri.

Hann segir þá Gylfa Þór Sigurðsson, Leighton Baines og Seamus Coleman geta það.

Ancelotti var flottur leikmaður fyrir þónokkrum árum síðan þar sem hann spilaði Roma, AC Milan og ítalska landsliðið. Knattspyrnustjóraferillinn hefur svo verið enn glæstari.

Í viðtali við heimasíðu Everton segir Ancelotti: „Leighton Baines og Seamus Coleman hafa alla burði til þess að verða góðir knattspyrnustjórar, Sigurðsson gæti líka orðið góður knattspyrnustjóri."

„Þeir eru allir með góða fótboltaþekkingu og skilja taktík. Þeir hafa reynsluna sem til þarf til að stýra liði. Líka persónuleikann."

Gylfi er þrítugur að aldri.
Athugasemdir
banner
banner
banner