Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 28. júní 2020 14:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Leicester og Chelsea: Mikið breytt lið
Pulisic heldur sæti sínu.
Pulisic heldur sæti sínu.
Mynd: Getty Images

Núna klukkan 15:00 hefst leikur Leicester og Chelsea þar sem annað hvort þeirra verður þriðja liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum.

Chelsea vann Manchester City 2-1 í ensku úrvalsdeildinni í síðustu viku. Frá þeim leik gerir Frank Lampard sex breytingar. Antonio Rudiger, N'Golo Kante, Mason Mount, Willian og Christian Pulisic halda sæti sínu.

Leicester gerir fjórar breytingar á liðinu sem gerði markalaust jafntefli við Brighton í síðustu viku. Nampalys Mendy, Demarai Gray, Kelechi Iheanacho og James Maddison detta út. Inn koma Dennis Praet, Youri Tielemans, Ayoze Perez og Harvey Barnes.

Hér að neðan má sjá bæði byrjunarlið.

Byrjunarlið Leicester: Schmeichel, Justin, Evans, Soyuncu, Chilwell, Ndidi, Praet, Tielemans, Perez, Barnes, Vardy.
(Varamenn: Ward, Morgan, Bennett, Fuchs, Choudhury, Mendy, Gray, Albrighton, Iheanacho)

Byrjunarlið Chelsea: Caballero, James, Rudiger, Zouma, Emerson, Kante, Gilmour, Willian, Mount, Pulisic, Abraham.
(Varamenn: Kepa, Alonso, Azpilicueta, Jorginho, Barkley, Loftus-Cheek, Kovacic, Pedro, Giroud)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner