sun 28. júní 2020 15:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Nottingham Forest í góðum málum
Grabban skoraði tvennu.
Grabban skoraði tvennu.
Mynd: Getty Images
Það fóru fram tveir leikir í Championship-deildinni, næst efstu deild Englands, í dag.

Nottingham Forest styrkti stöðu sína á meðal liða sem er í umspilssæti. Nottingham Forest fékk Huddersfield í heimsókn og niðurstaðan var öruggur 3-1 sigur.

Lewis Grabban kom Forest í forystu fyrir leikhlé og bætti hann við öðru marki stuttu eftir að liðin komu aftur inn á völlinn eftir leikhlé. Ryan Yates kom Forest í 3-0 áður en Karlan Grant minnkaði muninn með vítaspyrnu í síðari hálfleiknum.

Nottingham Forest er í fjórða sæti með 64 stig og er útlit fyrir að liðið taki þátt í umspilinu. Huddersfield er á meðan í fallsæti með jafnmörg stig og Hull, sem er í öruggu sæti eins og er.

Í hinum leik dagsins vann Sheffield Wednesday 2-1 útisigur gegn Bristol City. Liðin eru í miðjumoði, Bristol City í 12. sæti og Wednesday í 13. sæti. Þrjú stig skilja liðin að.

Bristol City 1 - 2 Sheffield Wed
0-1 Connor Wickham ('13 )
0-2 Massimo Luongo ('60 )
1-2 Nahki Wells ('69 )

Nott. Forest 3 - 1 Huddersfield
1-0 Lewis Grabban ('43 )
2-0 Lewis Grabban ('47 )
3-0 Ryan Yates ('85 )
3-1 Karlan Grant ('90 , víti)
Rautt spjald: Juninho Bacuna, Huddersfield ('89)

Úrslit í gær:
Championship: Leeds með annan fótinn í úrvalsdeildinni
Championship: Cardiff í umspilssæti - Charlton fjarlægist fallsvæðið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner