Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 28. júní 2020 16:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enski bikarinn: Barkley skaut Chelsea í undanúrslitin
Ross Barkley.
Ross Barkley.
Mynd: Getty Images
Leicester City 0 - 1 Chelsea
0-1 Ross Barkley ('63 )

Chelsea er komið í undanúrslit enska bikarsins ásamt Arsenal og Manchester United.

Chelsea fór á King Power-leikvanginn í Leicester og bar þar sigur úr býtum með einu marki gegn engu.

Leicester var betri aðilinn í fyrri hálfleik, en það voru gestirnir frá London sem skoruðu fyrsta og eina mark leiksins eftir rúman klukkutíma. Markið gerði miðjumaðurinn Ross Barkley eftir sendingu frá Willian.

Leicester pressaði eftir jöfnunarmarki, en Chelsea náði að halda út og vinna flottan sigur. Chelsea er þannig þriðja liðið sem kemst í undanúrslitin á Wembley. Leicester getur aftur á móti einbeitt sér alfarið að deildinni.

Klukkan 17:30 hefst lokaleikur 8-liða úrslitana þegar Newcastle tekur á móti Manchester City. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.
Athugasemdir
banner