Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 28. júní 2020 10:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd þarf að selja fjóra til að kaupa Sancho
Powerade
Lingard gæti þá verið á förum.
Lingard gæti þá verið á förum.
Mynd: Getty Images
Koulibaly er orðaður við Liverpool.
Koulibaly er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Tekur Ronaldinho fram skóna?
Tekur Ronaldinho fram skóna?
Mynd: Getty Images
Hvað segir orðið á götunnni þennan sunnudaginn? BBC tók saman nokkra mola.

Sú trú er farin að aukast hjá Borussia Dortmund að Jadon Sancho (20) verði áfram hjá félaginu. Engin tilboð hafa borist í leikmanninn. (Sport Buzzer)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, neitar að útiloka það að félagið reyni að kaupa Sancho í sumar. (MEN)

Hins vegar, þá þarf United að selja að minnsta kosti fjóra leikmenn ef félagið ætlar sér að kaupa Sancho. Alexis Sanchez (31) og Jesse Lingard (27) eru á meðal þeirra sem koma til greina. (Sunday Mirror)

Chelsea vill kaupa Declan Rice (21) frá West Ham og íhugar Frank Lampard að nota hann sem miðvörð. (Sun on Sunday)

Chelsea vill líka fá Andre Onana (24), markvörð Ajax, í stað Kepa Arrizabalaga (25). Kepa gæti þá farið til Valencia á Spáni á tveggja ára láni. (Marca)

Nýkrýndir Englandsmeistarar Liverpool ætla að gera tilboð í Kalidou Koulibaly (29), varnarmann Napoli. (Tuttomercato)

Tottenham hefur ekki áhuga á því að selja miðjumanninn Tanguy Ndombele (23) í sumar. Ndombele hefur verið orðaður við Barcelona. (Football London)

Peter Bosz, stjóri Bayer Leverkusen, viðurkennir að Kai Havertz (21) gæti mögulega farið í sumar. Hann hefur verið orðaður við Chelsea, Real Madrid og Manchester United. (Sun on Sunday)

Jack Grealish (24), leikmaður Aston Villa, færist nær Manchester United. Hann hefur tjáð vinum sínum það að hann sé búinn að finna sér hús í norð-vesturhluta Englands. (Sunday Express)

Arsenal hefur áhuga á Dominik Szoboszlai (19) miðjumanni Red Bull Salzburg. (Sun)

Julian Nagelsmann, ungur stjóri RB Leipzig, væri til í að taka starf utan Þýskalands þegar samningur hans rennur út árið 2023. Hann þykir gaman að ensku úrvalsdeildinni. (Bild)

Ronaldinho (40) vill taka skóna fram af hillunni og spila með Gimnasia í Argentínu, liðinu sem Diego Maradona þjálfar. Ronaldinho er í augnablikinu í stofufangelsi í Paragvæ eftir að hafa verið handtekinn þar í landi með fölsuð vegabréf. (Marca)

Fabio Paratici, yfirmaður knattspyrnumála hjá Juventus, segir að miðjumaðurinn Adrien Rabiot (25) sé mikilvægur fyrir framtíð félagsins. Rabiot hefur verið orðaður við Arsenal, Everton og Manchester United á Englandi. (Sky Sports Italia)

Arthur (23) er á leið til Juventus og fer kollegi hans Miralem Pjanic (30) í hina áttina til Barcelona. Leikmennirnir gangast undir læknisskoðun í dag. (Calciomercato)

Real Valladolid vill halda sóknarmanninum Sandro Ramirez (24) á láni út tímabilið en á enn eftir að komast að samkomulagi við Everton. (Liverpool Echo)

Tottenham er til í að hlusta á tilboð í sóknarmanninn Kazaiah Sterling (21) í sumar. (Football Insider)

Timothy Castagne (24), hægri bakvörður Atalanta, segir að það yrði ekki hægt fyrir sig að hafna Tottenham. (Teamtalk)

Fjárfestar frá Bandaríkjunum og Mið-Austurlöndum vilja kaupa Burnley. (Sunday Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner