Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 28. júní 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Payet framlengir og tekur á sig mikla launalækkun
Dimitri Payet.
Dimitri Payet.
Mynd: Getty Images
Dimitri Payet er búinn að skrifa undir nýjan samning við Marseille og tók hann á sig launalækkun til að gera það.

Payet átti tvö ár eftir af samningi sínum, en hann kaus að framlengja á þessu tímapunkti til 2024. Hann verður orðinn 37 ára þegar sá samningur endar.

Payet spilaði stórt hlutverk í liði Andre Villas-Boas sem hafnaði í öðru sæti frönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.

„Ég hef oft sagt að ég elski þetta félag og að fjölskyldu minni líði vel hérna," segir Payet. „Að segja að þú elskir félagið er eitt, en það er annað að sýna það."

Forseti Marseille segir að Payet hafi samþykkt að lækka laun sín til muna. Þau munu lækka um 30 prósent á næstu leiktíð og á milli 40 og 60 prósent tímabilin tvö þar á eftir.
Athugasemdir
banner
banner