Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   sun 28. júní 2020 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pochettino sagður í viðræðum við Benfica
Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino.
Mynd: Getty Images
Benfica er í viðræðum við Mauricio Pochettino, fyrrum knattspyrnustjóra Tottenham, samkvæmt fjölmiðlum í Portúgal.

Pochettino er sagður ofarlega á lista þeirra sem ætla sér að kaupa Newcastle en hann hefur ekki verið í starfi síðan í nóvember frá því hann var rekinn frá Tottenham.

Benfica er tilbúið að reka knattspyrnustjórann Bruno Lage eftir 18 mánuði í starfi, þrátt fyrir að liðið sé aðeins þremur stigum frá toppnum í Portúgal.

Portúgalska dagblaðið Record segir að Benfica sé í viðræðum við Pochettino og sé tilbúið að bjóða honum góðan samning.

Pochettino er sagður vilja snúa aftur í ensku úrvalsdeildina, en hann er búinn að vera lengi án starfs og gæti því íhugað að taka við Benfica.
Athugasemdir
banner
banner