banner
   sun 28. júní 2020 16:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Villarreal vann Evrópuslaginn gegn Valencia
Alcacer skoraði annan leikinn í röð.
Alcacer skoraði annan leikinn í röð.
Mynd: Getty Images
Það þarf allt að ganga upp hjá Levante til að liðinu takist að stela Evrópudeildarsæti.
Það þarf allt að ganga upp hjá Levante til að liðinu takist að stela Evrópudeildarsæti.
Mynd: Getty Images
Villarreal og Valencia áttust við í mikilvægum Evrópuslag í spænska boltanum í dag.

Paco Alcacer var í byrjunarliði heimamanna og skoraði sitt fjórða mark í ellefu deildarleikjum fyrir félagið eftir frábæra sendingu frá Gerard Moreno. Alcacer skoraði einnig í síðustu umferð, 2-2 jafntefli við Sevilla.

Heimamenn voru mun betri í leiknum og tvöfaldaði Moreno forystuna rétt fyrir leikhlé. Moreno skoraði eftir frábæra snertingu Santi Cazorla.

Heimamenn voru áfram betri aðilinn í síðari hálfleik en tókst ekki að bæta við marki. Villarreal er í fimmta sæti eftir sigurinn, þremur stigum frá Meistaradeildarsæti. Valencia er fimm stigum neðar, í áttunda sæti.

Villarreal 2 - 0 Valencia
1-0 Paco Alcacer ('14 )
2-0 Gerard Moreno ('44 )

Levante tók þá á móti Real Betis fyrr í dag og var komið í fjögurra marka forystu eftir 60 mínútur.

Leikurinn var furðulegur þar sem gestirnir voru sterkari aðilinn en öll færi heimamanna enduðu með marki.

Borja Mayoral og Enis Bardhi skoruðu flott mörk í fyrri hálfleik og bættu Jose Luis Morales og Ruben Rochina sitthvoru markinu við eftir leikhlé.

Gestirnir gáfust þó ekki upp og náðu að minnka muninn niður í tvö mörk. Þeir gátu þó ekki komið í veg fyrir tap og siglir Betis áfram lygnan sjó í neðri hluta deildarinnar.

Levante er fjórum stigum fyrir ofan Betis, sex stigum frá Evrópubaráttunni.

Levante 4 - 2 Betis
1-0 Borja Mayoral ('22 )
2-0 Enis Bardhi ('36 )
3-0 Jose Luis Morales ('50 )
4-0 Ruben Rochina ('59 )
4-1 Sergio Canales ('70 )
4-2 Juanmi ('87 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 29 22 6 1 64 20 +44 72
2 Barcelona 29 19 7 3 60 34 +26 64
3 Girona 29 19 5 5 59 34 +25 62
4 Athletic 29 16 8 5 50 26 +24 56
5 Atletico Madrid 29 17 4 8 54 34 +20 55
6 Real Sociedad 29 12 10 7 42 31 +11 46
7 Betis 29 10 12 7 34 33 +1 42
8 Valencia 28 11 7 10 32 32 0 40
9 Getafe 29 9 11 9 37 42 -5 38
10 Villarreal 29 10 8 11 47 51 -4 38
11 Las Palmas 29 10 7 12 29 32 -3 37
12 Osasuna 29 10 6 13 33 43 -10 36
13 Alaves 29 8 8 13 26 35 -9 32
14 Mallorca 29 6 12 11 25 35 -10 30
15 Vallecano 29 6 11 12 25 38 -13 29
16 Sevilla 29 6 10 13 36 44 -8 28
17 Celta 29 6 9 14 32 44 -12 27
18 Cadiz 29 3 13 13 20 40 -20 22
19 Granada CF 28 2 8 18 30 58 -28 14
20 Almeria 29 1 10 18 28 57 -29 13
Athugasemdir
banner