Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 28. júní 2020 14:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Sara leikið sinn síðasta leik - Leverkusen hélt sér uppi
Sandra María í leik með Leverkusen.
Sandra María í leik með Leverkusen.
Mynd: Mirko Kappes
Sandra María Jessen var í byrjunarliði Bayer Leverkusen og lék allan leikinn þegar liðið tapaði stórt gegn Wolfsburg í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar.

Sara Björk Gunnarsdóttir var ekki með Wolfsburg í leiknum og hefur hún þannig leikið sinn síðasta leik fyrir félagið. Hún er að renna út á samningi og mun skipta um félagið. Sara hefur verið sterklega orðuð við franska stórliðið Lyon.

Leikurinn endaði með 5-0 sigri Wolfsburg sem var búið að tryggja sér meistaratitilinn fyrir leikinn.

Leverkusen hefur verið í fallbaráttu á þessu tímabili, en liðið heldur sér uppi á markatölu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner