Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 28. júní 2022 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Barcelona heimtar skaðabætur frá Roma vegna æfingaleiks
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Barcelona og Roma áttu að spila æfingaleik 6. ágúst en Rómverjar eru hættir við að spila.


Æfingaleikurinn er spilaður árlega og er titlaður 'Joan Gamper Trophy' en Barca mætti Roma síðast í þessum leik árið 2015 og hafði þá betur 3-0.

„AS Roma neyðist til að draga sig úr Joan Gamper Trophy vegna skipulagsörðugleika á undirbúningstímabilinu. Félagið vill þakka FC Barcelona fyrir boðið og óska bæði karla- og kvennaliðunum alls hins besta á undirbúningstímabilinu," sagði í yfirlýsingu frá Roma.

Yfirlýsing Barcelona var ekki jafn vingjarnleg og virðist félagið ætla að lögsækja Roma fyrir að rjúfa samning um að spila æfingaleik.

„FC Barcelona staðfestir að AS Roma hefur, upp á eigin spýtur og án ástæðu, ákveðið að rjúfa samning sem báðir aðilar skrifuðu undir. Við munum endurgreiða alla selda miða og ítrekum að félagið átti engan þátt í ákvörðuninni," segir í yfirlýsingu Barca.

„Lögfræðiteymi félagsins er að skoða næstu skref til að krefja ítalska félagið um sanngjarnar skaðabætur til að bæta upp fyrir skaðann sem þessi óþarfa og óréttláta aðgerð olli FC Barcelona og stuðningsmönnum félagsins.

„Félagið hefur þegar hafið leit að nýjum andstæðingum fyrir þennan árlega viðburð."

Börsungar hafa unnið þennan æfingaleik níu ár í röð en síðasta tap kom árið 2012 gegn Sampdoria. Í fyrra unnu þeir gegn Juventus, þeir lögðu Arsenal að velli 2019 og Boca Juniors 2018.

Kvennaliðið spilar einnig um Joan Gamper titilinn síðan í fyrra þegar það rúllaði yfir Juventus með sex mörkum gegn engu.


Athugasemdir
banner
banner
banner