Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 28. júní 2022 18:27
Ívan Guðjón Baldursson
Leeds samþykkti tilboð frá Chelsea í Raphinha
Mynd: EPA

Leeds United er búið að samþykkja tilboð frá Chelsea í brasilíska kantmanninn Raphinha.


Raphinha er afar eftirsóttur þar sem Barcelona og Arsenal hafa helst verið nefnd til sögunnar ásamt Tottenham.

Það er þó Chelsea sem ætlar að stela honum undan nefi nágranna sinna. Sky Sports og Fabrizio Romano eru sammála um að Leeds hafi samþykkt 60-65 milljón punda tilboð frá Chelsea.

Chelsea fer því beint í samningsviðræður við Raphinha og ljóst er að þessi félagaskipti gætu einnig haft áhrif á framtíð Raheem Sterling.

Chelsea er einnig á höttunum eftir Raheem Sterling, kantmanni Manchester City sem kostar í kringum 50 milljónir punda.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner