
„Bara ógeðslega svekkjandi. Við komum ekki alveg inn í leikinn eins og við ætluðum okkur, vorum svolítið ólíkar okkur. Bara drullupirrandi að þetta hafi farið svona," sagði Eva Rut Ásþórsdóttir, fyrirliði Fylkis eftir 1-2 tap gegn Gróttu í Lengjudeild kvenna á Würth vellinum í kvöld.
Lestu um leikinn: Fylkir 1 - 2 Grótta
Það var mikið rok í kvöld sem setti svip sinn á leikinn, Evu fannst það þó ekki hafa truflað mikið.
„Rokið var ekkert þannig séð að trufla, aðeins erfiðara að reikna boltann en ekkert eitthvað svakalegt. En við byrjuðum bara ekki nógu vel og vorum langt frá mönnum en unnum okkur aðeins inn í leikinn og vel gert að jafna leikinn strax aftur en svo misstum við þetta aðeins frá okkur."
Fylkir mætir Aftureldingu í næsta leik og Eva er spennt að fara í Mosfellsbæinn á sinn gamla heimavöll.
„Bara mjög vel, fara á gamla heimavöllinn í fyrsta skiptið, leikurinn fór 2-2 síðast og við ætlum að ná okkur í sigur," sagði Eva að lokum.