Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. júlí 2020 17:30
Innkastið
Ánægja með innkomu Arnars Grétars hjá KA
Arnar Grétarsson
Arnar Grétarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA hefur ekki ennþá fengið mark á sig eftir að Arnar Grétarsson tók við liðinu af Óla Stefáni Flóventssyni á dögunum. KA vann Gróttu 1-0 og hefur gert markalaus jafntefli við FH og KR.

Arnar hefur látið lið KA spilað þéttan varnarleik og innkoma hans var til umræðu í Innkastinu.

„Mér líður eins og leikmenn KA hafi meiri trú á því sem er að gerast heldur en áður," sagði Gunnar Birgisson í Innkastinu.

„Þetta var kannski eitthvað sem þurfti. Óli Stefán var kannski kominn á endastöð með þetta lið og það þurfti mögulega einhverja upplyftingu. Eftir að hafa spjallað við nokkra leikkmenn þá heyri ég að þeir eru mjög sáttir við innkomu Arnars fyrir norðan."

Í Innkastinu voru einnig ræddir dómar í leiknum sem KA menn voru ósáttir við.

KA mætir ÍBV í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á fimmtudag áður en liðið mætir HK í Pepsi Max-deildinni á þriðjudag.

Hér að neðan má hlusta á Innkastið.
Innkastið - Sóknarsýning Blika og sterk KA gleraugu
Athugasemdir
banner
banner
banner