Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 28. júlí 2020 14:07
Elvar Geir Magnússon
Bournemouth höfðar mögulega skaðabótarmál á hendur Hawk-Eye
Marklínutæknin brást.
Marklínutæknin brást.
Mynd: Getty Images
Stjórnendur Bournemouth eru að ræða möguleika á því að höfða skaðabótarmál á hendur Hawk-Eye marklínutæknifyrirtækinu.

Bournemouth féll úr ensku úrvalsdeildinni en félagið telur að tæknimistök hafi reynst dýrkeypt.

Sheffield United gerði markalaust jafntefli gegn Aston Villa, sem náði í lokaumferðinni að halda sæti sínu. Sheffield skoraði mark í leiknum en marklínutæknin brást illilega og Hawk-Eye sendi frá sér afsökunarbeiðni.

Ef Villa hefði ekki fengið það stig þá væri liðið á leið niður í Championship-deildina og Bournemouth væri að halda inn í sitt sjötta tímabil í röð í ensku úrvalsdeildinni.

Stjórnarmenn Bournmeouth þurfa einnig að ræða stjóramál félagsins en Eddie Howe vill ekkert gefa upp um sína framtíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner