Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 28. júlí 2020 08:39
Magnús Már Einarsson
Dortmund hafnar tilboði Man Utd í Sancho
Powerade
Jadon Sancho
Jadon Sancho
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru á fullu þessa dagana enda félagaskiptaglugginn að opna.



Borussia Dortmund hefur hafnað 89 milljóna punda tilboði frá Manchester United í Jadon Sancho (20). (Mail)

Aðrar fréttir segja að Manchester United hafi ekki ennþá lagt fram tilboð í Sancho. Dortmund vill fá 110 milljónir punda fyrir Sancho en Manchester United vonast til að ná samkomulagi um kaup á honum. (Telegraph)

Jack Grealish (24) miðjumaður Aston Villa er á óskalista Manchester United en hann hefur hins vegar fengið þau skilaboð að hann muni mögulega ekki eiga fast sæti í byrjunarliðinu hjá United. (Independent)

Chelsea er tilbúið að hlutsta á tilboð upp á 50 milljónir punda í markvörðinn Kepa Arrizabalaga (25) en hann gæti einnig farið á lán. Nick Pope (28) hjá Burnley og Andre Onana (24) hjá Ajax gætu fyllt skarð hans. (Mail)

James Maddison (23) hefur gert nýjan samning við Leicester til ársins 2024. (Goal)

Chelsea hefur hafið viðræður um kaup á Kai Havertz (21) frá Bayer Leverkusen. (Guardian)

Crystal Palace ætlar að hlusta á tilboð í Wilfried Zaha (27) í sumar en líklegt er að Everton muni bjóða í hann. (Mirror)

Leicester komst ekki í Meistaradeildina og því gæti vinstri bakvörðurinn Ben Chilwell (23) verið á förum. Chelsea og Manchester United hafa áhuga. (Sun)

Real Betis vill fá Nicolas Otamendi (32) miðvörð Manchester City. Í staðinn ætlar City að kaupa Nathan Ake (25) frá Bournemouth. (Mail)

Philippe Coutinho (28) hefur beðið Arsenal um tíma til að finna út úr framtíð sinn. Coutinho gæti farið frá Barcelona í ensku úrvalsdeildina en auk Arsenal hafa Leicester og Tottenham áhuga. (Sport)

Tottenham er að færast nær því að kaupa danska miðjumanninn Pierre-Emile Hojberg (24) frá Southampton. Tottenham hefur boðið 15 milljónir punda en Southampton vill fá 25 milljónir punda. (Sky Sports)

Eddie Howe, stjóri Bournemouth, ætlar að ræða við forráðamenn félagsins í dag og á morgun áður en ákvörðun verður tekin um framtíð hans. (Mail)

Bayern Munchen er tilbúið að borga 18,3 milljónir punda til að fá Max Aarons (20) bakvörð Norwich. (Sky Sports)

Manchester City er að fá Cameron Coxe (21) frítt frá Cardiff. (Wales Online)
Athugasemdir
banner
banner