Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. júlí 2020 09:30
Innkastið
Gústi Gylfa: Eins og enginn vilji koma í Gróttu
Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu.
Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ánægður með hópinn og við erum að gera þetta vel með góðan liðsanda og slíkt. En það er eins og enginn vilji koma í Gróttu. Það er okkar hausverkur og við erum með okkar stráka í þessu og byggjum á því," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, í viðtali við Vísi í gærkvöldi aðspurður hvort félagið ætli að bæta við mönnum í félagaskiptaglugganum sem opnar í næstu viku.

Grótta tapaði naumlega 2-1 gegn FH í gærkvöldi en liðið er í 11. sæti deildarinnar með fimm stig eftir níu umferðir.

„Við höfum reynt ýmislegt síðan í janúar og fengið einn eða tvo leikmenn eftir það. Það er eins og Grótta sé eitthvað að fæla frá. Það er frábær aðstoða, gott þjálfarateymi og aðstaðan gríðarlega flott. Ég skil ekki alveg þessa hræðslu að koma í Gróttu," sagði Ágúst við Vísi.

Ummæli Gústa voru til umræðu í Innkastinu á Fótbolta.net í gærkvöldi.

„Ef Grótta heldur að þeir geti fengið leikmenn sem hafa verið í Pepsi Max-deildinni undanfarin ár þá er það misskilningur hjá þeim og þeir eru með fókusinn á röngum stað. Ef Grótta á að gera eitthvað þá eiga þeir að vera snillingar í að scouta leikmenn í neðri deildunum sem hafa getu til að spila í efstu deild en hafa ekki fengið tækifæri til þess," sagði Ingólfur Sigurðsson í Innkastinu.
Innkastið - Sóknarsýning Blika og sterk KA gleraugu
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner