Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 28. júlí 2020 21:48
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Inter hafði betur gegn Napoli
Mynd: Getty Images
Inter 2 - 0 Napoli
1-0 Danilo D'Ambrosio ('11)
2-0 Lautaro Martinez ('74)

Inter og Napoli áttust við í hörkuleik í ítalska boltanum í kvöld þar sem heimamenn höfðu betur á San Siro.

Leikurinn var afar jafn þar sem bæði lið fengu góð færi til að skora en nýting heimamanna var mun betri en hjá gestunum.

Danilo D'Ambrosio skoraði fyrsta mark leiksins með góðu skoti eftir lága fyrirgjöf frá Cristiano Biraghi.

Napoli komst nálægt því að jafna en inn vildi boltinn ekki og tvöfaldaði Lautaro Martinez forystuna á 74. mínútu.

Meira var ekki skorað og 2-0 sigur Inter staðreynd. Romelu Lukaku og Alexis Sanchez voru í byrjunarliði Inter á meðan Ashley Young, Victor Moses og Christian Eriksen komu inn af bekknum á lokakaflanum.

Inter er í öðru sæti eftir sigurinn, einu stigi fyrir ofan Atalanta. Bæði lið eru örugg með Meistaradeildarsæti og geta ekki náð toppliði Juventus sem er búið að vinna deildina enn eina ferðina.

Napoli er áfram í sjöunda sæti og er þegar öruggt með sæti í Evrópudeildinni eftir sigur gegn Juve í úrslitaleik ítalska bikarsins.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 32 16 7 9 57 38 +19 55
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 32 4 16 12 30 48 -18 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner
banner