Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
   þri 28. júlí 2020 21:40
Hilmar Jökull Stefánsson
Nik Chamberlain: Lélegt varnarlega frá öllum
Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.
Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur Reykjavík gerði 5-5 jafntefli við Stjörnuna úr Garðabæ í lokaleik kvöldsins í Pepsi Max-deild kvenna.

Nik Chamberlain þjálfari Þróttar var reiður sínum konum eftir leik en Þróttarkonur misstu tvisvar sinnum niður tveggja marka forystu í leiknum.

„Reiður, vonsvikinn, þetta var skrýtnasti leikurinn frá upphafi. Ég veit ekki hvernig við skoruðum fimm mörk, við áttum ekki skilið að fá neitt úr leiknum þótt að við skouruðum fimm og varnarlega vorum við sláandi.“

Lestu um leikinn: Stjarnan 5 -  5 Þróttur R.

Spurður út í það hvers vegna Þróttur væri að missa leiki niður í jafntefli sagði Nik: „Ég myndi líklega segja að það væri þolinu að kenna, þetta er þriðji leikurinn okkar á átta dögum og Stjarnan hefur haft viku til að undirbúa sig.

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skoraði þrennu í leiknum en Nik sagði það ekki skipta máli vegna þess að þær unnu ekki og því liðið var allt lélegt varnarlega.

„Hún var góð fyrir framan markið en frá fremsta manni til þess aftasta var liðið lélegt varnarlega svo alveg sama hversu gaman það er fyrir hana að skora þrennu þá var þetta lélegt varnarlega frá öllum.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner