Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. júlí 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Ragnar Bragi spilar með grímu
Ragnar Bragi í leiknum í gær.
Ragnar Bragi í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, er byrjaður að spila á nýjan leik eftir að hafa kinnbeinsbrotnað gegn Stjörnunni í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar fyrir einum og hálfum mánuði síðan.

Ragnar Bragi kom inn á sem varamaður á 72. mínútu gegn Val í síðustu viku.

Í gær kom Ragnar Bragi inn á sem varamaður í hálfleik í 3-2 sigri á HK.

Ragnar Bragi spilar með grímu þessa dagana á meðan hann er að klára að jafna sig af meiðslunum.

Fylkir situr í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar með fimmtán stig eftir sigurinn í gær.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner