Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 28. júlí 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfara Kolbeins sparkað úr starfi eftir slakt gengi
Kolbeinn hefur ekki verið með AIK að undanförnu vegna meiðsla.
Kolbeinn hefur ekki verið með AIK að undanförnu vegna meiðsla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
AIK hefur rekið þjálfarann Rikard Norling úr starfi eftir slakt gengi liðsins í sænsku úrvalsdeildinni það sem af er tímabili.

Norling er 49 ára gamall og hefur stýrt AIK frá 2016. Hann gerði liðið að meisturum árið 2018 og var valinn þjálfari ársins í Svíþjóð það ár.

AIK tapaði 0-1 gegn Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni um liðna helgi og er aðeins með 12 stig eftir 11 leiki. Liðið er í 12. sæti af 16 liðum.

Það er ekki boðlegur árangur fyrir AIK. Stjórnin tók fund í gær og tók einróma ákvörðun að reka Norling úr starfi.

Kolbeinn Sigþórsson er á mála hjá AIK en hann hefur ekki spilað með liðinu í undanförnum leikjum. Fram kemur í sænskum fjölmiðlum að Kolbeinn hafi verið að glíma við meiðsli.
Athugasemdir
banner
banner
banner