banner
   þri 28. júlí 2020 09:15
Innkastið
„Vantar meiri ró í ákvarðanir á miðjunni hjá Víkingi"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Víkingar eru ekki á pari við væntingar," sagði Ingólfur Sigurðsson í Innkastinu í gær. Víkingar eru með þrettán stig eftir níu umferðir eftir 1-1 jafntefli við Stjörnuna í gærkvöldi.

„Ég hef talað fyrir því að þeir þurfi hraða á kantana og mér finnst það hafa batnað hjá þeim. Þeir eru að fá hlaup í djúpið. Í kvöld (í gær) voru tveir uppi á topp en mér fannst Óttar (Magnús Karlsson) taka full mikinn þátt í spilinu. Hann var of mikið að koma niður og eltast við boltann. Hann á að líma sig á aftasta mann og pota boltanum inn en ekki vera að eyða orkunni í að hlaupa of mikið út um allt."

Ingólfur telur að það vanti meiri ró í miðjuspilið hjá Víkingi.

„Miðjumennirnir þeirra vilja margir hverjir hlaupa mikið með boltann eins og Ágúst (Eðvald Hlynsson). Þeir vilja sækja á hæsta tempói. Mér finnst stundum vanta aðeins meiri ró í ákvarðanir á miðjunni. Að þeir hafi miðjumann sem velur rétt og stýrir leik liðsins aðeins betur."

„Mér finnst hvorki Júlli né Viktor (Örlygur Andrason) vera kominn á þann stlll að geta verið eins og Sergio Busquets á miðjusvæðinu að dreifa og velja réttu möguleikana í sóknirnar. Mér finnst stundum eins og þeir fari allir af stað í stað þess að velja réttu ákvörðunina."


Í Innkastinu var rætt nánar um Víkingsliðið og meðal annars að það hefði verið sterkt fyrir liðið að fá Guðjón Pétur Lýðsson í sínar raðir ef hann hefði ekki farið í Stjörnuna.
Innkastið - Sóknarsýning Blika og sterk KA gleraugu
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner