Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 28. júlí 2020 12:47
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Viktor Jóns ekki brotinn en kominn á meiðslalistann
Viktor Jónsson.
Viktor Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Viktor Jónsson hjá ÍA er á meiðslalistanum en hann meiddist á ökkla í tapinu gegn Breiðabliki.

Viktor, sem hefur spilað mjög vel í þessum mánuði, skoraði þriðja mark ÍA í 5-3 tapi en fór svo meiddur af velli.

„Viktor fór í röngtenmyndatöku í gær og er alla vega ekki brotinn. Það er alla vega jákvætt. En hann þarf að fara í segulómun svo við vitum ekki meira á þessari stundu," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, í samtali við Vísi.

Segulómun ætti að leiða í ljós hvort og þá hversu alvarlega liðbönd í ökklanum hafa skaddast.

ÍA er í 8. sæti í Pepsi Max-deildinni en næsti leikur liðsins er gegn Val á föstudagskvöld í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner