þri 28. júlí 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vilja ekki selja Renato Sanches fyrir 70 milljónir
Renato Sanches.
Renato Sanches.
Mynd: Getty Images
Lille hefur hafnað tilboðum upp á 70 milljónir evra í miðjumanninn Renato Sanches að sögn forseta félagsins, Gerard Lopez.

Sanches var seldur til Lille síðasta sumar fyrir 25 milljónir evra eftir að hafa ekki náð að sanna sig hjá Bayern München í Þýskalandi. Hinn 22 ára gamli Sanches sýndi flotta takta með Lille.

Lille var í fjórða sæti frönsku úrvalsdeildarinnar þegar keppni var aflýst í apríl vegna kórónuveirufaraldursins. Sanches er eftirsóttur, rétt eins og margir aðrir leikmenn liðsins.

„Við höfum fengið tilboð upp á samtals meira en 200 milljónir evra í okkar leikmenn, en það eru tilboð sem við munum ekki samþykkja," sagði Lopez við L'Equipe.

„Við höfum til að mynda fengið 70 milljón evra tilboð í Sanches. Hann mun samt ekki fara neitt."

Sanches fékk að skína með portúgalska landsliðinu sem vann EM 2016 í Frakklandi. Hann gekk í raðir Bayern München eftir Evrópumótið en náði sér aldrei á strik. Sanches var lánaður til Swansea 2017 og stóðst ekki væntingar. Núna er hann í góðum málum hjá Lille.
Athugasemdir
banner
banner
banner