Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 28. júlí 2022 10:11
Elvar Geir Magnússon
Bo Henriksen rekinn á flugvelli
Bo Henriksen.
Bo Henriksen.
Mynd: Getty Images
FC Midtjylland í Danmörku hefur rekið Bo Henriksen eftir eitt ár í starfi.

Liðið var í góðri stöðu í dönsku deildinni á síðasta tímabili en gaf eftir á lokasprettinum og hefur byrjað þetta tímabil illa.

Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson spilar fyrir Midtjylland en liðið gerði jafntefli við Randers og tapaði fyrir Silkeborg í fyrstu tveimur umferðum tímabilsins.

Midtjylland vann AEK Larnaca frá Kýpur í vítaspyrnukeppni í forkeppni Evrópudeildarinnar. Frammistaða danska liðsins þótti ekki góð og Bo Henriksen var tilkynnt á flugvellinum eftir leikinn um ákvörðun stjórnarinnar að láta hann fara.

Á leikmannaferli sínum var Henriksen sóknarmaður og lék hann á Íslandi með Val, Fram og ÍBV 2005-2006.
Athugasemdir
banner
banner
banner