Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 28. ágúst 2018 17:30
Elvar Geir Magnússon
Haukur Páll: Ætti að vera gífurleg skemmtun
Haukur Páll er vanur því að spila stórleiki.
Haukur Páll er vanur því að spila stórleiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Beðið er eftir toppslag Stjörnunnar og Vals með mikilli eftirvæntingu en leikurinn verður í Garðabænum annað kvöld klukkan 19:15.

Haukur Páll Sigurðsson fyrirliði Vals hefur, líkt og flestir samherjar hans, mikla reynslu af því að spila stóra leiki.

„Það er mikil tilhlökkun. Við höfum spilað nokkra mjög stóra leiki í sumar, meðal annars í Evrópukeppninni. Maður er í þessum bolta út af þessum leikjum. Það er bara svoleiðis," segir Haukur.

„Að fá svona leik núna er geggjað. Það skemmir ekki fyrir að spila hann í flóðljósum. Vonandi verður pakkfullur völlur og mikil stemning. Þá er alltaf geðveikt að spila fótbolta."

Eftir leikinn á morgun verða öll lið deildarinnar búin með 18 leiki. Valur er á toppnum, þremur stigum á undan Stjörnunni. Yrði jafntefli góð úrslit fyrir Valsmenn á morgun?

„Jafntefli yrðu alls ekki slæm úrslit fyrir okkur. En eins og alltaf þá spilum við upp á að ná þremur stigum."

„Stjörnuliðið er heilt yfir mjög gott fótboltalið sem hefur verið að spila mjög vel í sumar. Þeir eru mjög góðir í föstum leikatriðum og við verðum að vera á tánum þar. Svo hafa þeir mjög öflugt sóknarlið, við þurfum að vera þéttir til baka og passa upp á þeirra helstu ógnir í sóknarleik. Þetta verður virkilega erfiður en skemmtilegur leikur," segir Haukur.

Þegar liðin mættust í fyrri umferðinni á Hlíðarenda enduðu leikar með 2-2 jafntefli í opnum leik.

„Það var mikið um færi í þeim leik. Þetta eru tvö lið sem hafa mikið skorað í sumar. Þetta ætti að vera gífurleg skemmtun fyrir áhorfendur. Það er mikið í húfi fyrir bæði lið og þá er bara um að gera að mæta og horfa á skemmtilegan fótbolta."

Sjá einnig:
Baldur Sig: Kemur ekki oft svona úrslitaleikur stuttu fyrir mótslok
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Mun Víkingur stinga af í Bestu deildinni?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner