Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 28. ágúst 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild kvenna: Fjölnir með yfirhöndina í undanúrslitunum
Fjölnir fagnar marki í dag.
Fjölnir fagnar marki í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir 2 - 0 Völsungur
1-0 Kayla Noelle Hamric ('29)
2-0 Hlín Heiðarsdóttir ('56)

Í dag hófst úrslitakeppni 2. deildar kvenna er Fjölnir og Völsungur áttust við í undanúrslitunum.

Þetta eru liðin sem enduðu í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Þau mættust á Fjölnisvelli í dag.

Það er Fjölnir - liðið sem endaði í þriðja sæti deildarinnar - sem er með yfirhöndina í einvíginu eftir daginn. Kayla Noelle Hamric kom Fjölni yfir eftir tæplega hálftíma og bætti Hlín Heiðarsdóttir við öðru marki snemma í seinni hálfleik.

Völsungur fann engin svör og lokatölur 2-0 fyrir Fjölni. Liðin mætast á Húsavík á laugardag. Sigurliðið úr þessu einvígi vinnur sér inn sæti í Lengjudeild kvenna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner