banner
   lau 28. ágúst 2021 18:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Magnaðir Völsungar - Njarðvík vann og Haukar gerðu sex
Magnaður sigur hjá Völsungum.
Magnaður sigur hjá Völsungum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Völsungur vann magnaðan sigur á Þrótti Vogum í toppbaráttuslag í 2. deild karla í dag.

Arnar Pálmi Kristjánsson kom Völsungi yfir á áttundu mínútu leiksins en nokkrum sekúndum síðar var Santiago Feuillassier Abalo, einn besti maður Húsvíkinga í sumar, sendur í sturtu; hann fékk beint rautt spjald.

Þrátt fyrir að vera einum færri í rúmar 80 mínútur náðu heimamenn að landa sigrinum gegn toppliði deildarinnar. Völsungur er núna tveimur stigum frá toppliðinu, í öðru sæti, þegar þrjár umferðir eru eftir.

Toppbaráttan er spennandi því KV kemur tveimur stigum á eftir Völsungi og tveimur stigum þar á eftir er Njarðvík sem vann góðan útisigur, 0-2, gegn KF í dag. Marc McAusland og Kenneth Hogg skoruðu í seinni hálfleik gegn KF.

Þá fóru Haukar loksins með sigur af hólmi í dag eftir langa taphrinu. Haukar skoruðu sex mörk gegn botnliði Fjarðabyggðar sem er svo gott sem fallið úr deildinni. Haukar eru í níunda sæti deildarinnar sem stendur.

Haukar 6 - 1 Fjarðabyggð
1-0 Frosti Brynjólfsson ('2)
2-0 Frosti Brynjólfsson ('28)
3-0 Tómas Leó Ásgeirsson ('34)
3-1 Vice Kendes ('48, víti)
4-1 Frosti Brynjólfsson ('64)
5-1 Aron Skúli Brynjarsson ('67)
6-1 Tómas Leó Ásgeirsson ('85, víti)

Völsungur 1 - 0 Þróttur V.
1-0 Arnar Pálmi Kristjánsson ('8)
Rautt spjald: Santiago Feuillassier Abalo, Völsungur ('10)

KF 0 - 2 Njarðvík
0-1 Marc Mcausland ('62)
0-2 Kenneth Hogg ('85)
Athugasemdir
banner
banner
banner