Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 28. ágúst 2021 20:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
3. deild: Mikil spenna á báðum endum - Ægir í kjörstöðu
Úr leik Ægis og Dalvíkur/Reynis fyrr í sumar.
Úr leik Ægis og Dalvíkur/Reynis fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það er áhugaverð barátta framundan á lokametrunum í 3. deild karla.

Sindri skellti sér upp í annað sæti deildarinnar í dag með 2-1 sigri gegn Tindastóli á heimavelli. Höttur/Huginn er með 35 stig eftir 18 leiki og Sindri með 33 stig eftir 19 leiki.

Ægir er í þriðja sæti deildarinnar eftir endurkomusigur gegn Einherja þar sem þeir lentu 2-1 undir. Þeir náðu að klára leikinn 4-2; flottur sigur. Ægir er einu stigi á eftir Sindra, en málið er að Ægir á tvo leiki til góða og getur komist upp að hlið Hattar/Hugins á toppnum með sigri í þeim leik.

KFS forðaði sér alveg frá falli með góðum sigri gegn ÍH á útivelli. KFS hefur verið að gera frábærlega að undanförnu og er á miklu skriði. KFS vann 3-5 sigur í dag, í miklum markaleik.

ÍH er tíunda sæti akkúrat núna, síðasta örugga sætinu, með stigi meira en Einherji og tveimur stigum meira en Tindastóll.

Þá vann Víðir 2-4 útisigur gegn Elliða. Víðir er í sjöunda sæti með 25 stig og Elliði í fjórða sæti með 31 stig, tveimur stigum frá Sindra í öðru sæti eftir að hafa spilað jafnmarga leiki.

Ægir og KFG eiga bæði tvo leiki til góða á Sindra í öðru sæti; Ægir er einu stigi frá Sindra og KFG er þremur stigum frá þeim.

Það verður mikil spenna á toppi sem botni í þessari deild síðustu vikur tímabilsins.

Sindri 2 - 1 Tindstóll

Ægir 4 - 2 Einherji
1-0 Brynjólfur Þór Eyþórsson ('5)
1-1 Alejandro Barce Lechuga ('42)
1-2 Ismael Moussa Yann Trevor ('70)
2-2 Nemanja Lekanic ('72, víti)
3-2 Sigurður Óli Guðjónsson ('75)
4-2 Nemanja Lekanic ('86)

ÍH 3 - 5 KFS
1-0 Andri Þór Sólbergsson ('4)
2-0 Andri Þór Sólbergsson ('6)
2-1 Ásgeir Elíasson ('31)
2-2 Daníel Már Sigmarsson ('50)
3-2 Andri Þór Sólbergsson ('72)
3-3 Elmar Erlingsson ('88)
3-4 Kristján Ólafsson ('90, sjálfsmark)
3-5 Ásgeir Elíasson ('90)

Elliði 2 - 4 Víðir
1-0 Benedikt Daríus Garðarsson ('6)
1-1 Jóhann Þór Arnarsson ('53, víti)
1-2 Atli Freyr Ottesen Pálsson ('54)
1-3 Jóhann Þór Arnarsson ('70, víti)
2-3 Pétur Óskarsson ('76)
2-4 Sasha Uriel Litwin Romero ('90)
Athugasemdir
banner
banner
banner