Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 28. ágúst 2021 20:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aftur var Richarlison frekur - Fúll í fagnaðarlátum
Allan og Seamus Coleman ræða við Richarlison.
Allan og Seamus Coleman ræða við Richarlison.
Mynd: Getty Images
Everton vann stórgóðan sigur gegn Brighton á útivelli í dag, 0-2, þegar liðin áttust við í deild þeirra bestu á Englandi.

Atvik í leiknum setti nokkuð dökkan blett á sigur Everton. Þeir fengu vítaspyrnu í seinni hálfleiknum og tók Brasilíumaðurinn Richarlison boltann strax.

Richarlison átti ekki að taka vítaspyrnuna. Það virtist alveg ákveðið því Seamus Coleman, fyrirliði Everton, fór beinustu leið upp að honum og lét hann vita að hann ætti ekki að taka spyrnuna - heldur Dominic Calvert-Lewin.

Richarlison brást ekki vel við þessu, hann vildi ólmur taka spyrnuna. Liðsfélagar hans sáu þó til þess að hann fengi ekki að gera það.

Calvert-Lewin steig á punktinn og skoraði. Richarlison virtist enn vera fúll í fagnaðarlátunum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Richarlison lendir í svona. Í fyrra ætlaði hann að taka vítaspyrnu af Gylfa Þór Sigurðssyni en tókst ekki ætlunarverk sitt þá - ekki frekar en í dag. Gylfi er vanalega vítaskytta Everton en hann var ekki með í dag. Hans mál er í rannsókn eftir að hann var handtekinn í júlí grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Hann hefur ekkert verið með félagsliði sínu upp á síðkastið.


Athugasemdir
banner
banner
banner