Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
   lau 28. ágúst 2021 17:10
Sverrir Örn Einarsson
Davíð Smári um Heiðar Helgu: Það var algjört varaplan
Lengjudeildin
Davíð Smári Lamude þjálfari Kórdrengja
Davíð Smári Lamude þjálfari Kórdrengja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var alveg gjörsamlega sturlað að ná að landa þessu í lokin. Ég er bara ánægður með leikinn. Mér fannst þetta skemmtilegur leikur, mikið undir og vissulega hátt spennustig en mér fannst við frábærir í dag. Hvað er hægt að biðja um meira frá liðinu? Með svona karakter og svona sigri. Þetta er bara ólýsanlegt hvað maður er sáttur með strákanna og hvað menn eru fórnfúsir.“
Sagði afskaplega sáttur þjálfar Kódrengja Davíð Smári Lamude eftir dramatískan sigur Kórdrengja á Grindavík fyrr í dag. En Alex Freyr Hilmarsson skoraði sigurmark Kórdrengja í uppbótartíma eftir að Kórdrengir höfðu leikið manni færri frá 56.mínútu leiksins.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  2 Kórdrengir

Talsverð forföll eru í leikmannahópi Kórdrengja þessa daganna en meiðsli og leikbönn setja þar strik í reikninginn. 44 ára gamall var aðstoðarþjálfari Kórdrengja Heiðar Helguson mættur meðal varamanna með alla sína reynslu. Kitlaði það ekki Davíð að setja hann inná?

„Jú ef þess hefði þurft hefðum við sett hann inná. En það var algjört varaplan og þurfti ekki að koma til þess sem betur fer.“

Kórdrengir eiga enn möguleika á sæti í Pepsi Max deildinni að ári þótt hann sé því sem næst eingöngu stærðfræðilegur. Um komandi leiki og markmið Kórdrengja að mótslokum sagði Davíð.

„Bara safna stigum. Það er alltaf trú í okkur og allir leikir í þessari deild eru erfiðir fyrir okkur og fyrir hin liðin sem eru í kringum okkur. Við ætlum bara að standa okkur almennilega og klára mótið með sóma.“

Allt viðtalið við Davíð má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner