Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 28. ágúst 2021 20:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Diljá heldur áfram að standa sig frábærlega - Jökull með stórleik
Diljá Ýr Zomers.
Diljá Ýr Zomers.
Mynd: BK Häcken
Jökull Andrésson.
Jökull Andrésson.
Mynd: Getty Images
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Diljá Ýr Zomers heldur áfram að eiga mjög gott tímabil í Svíþjóð með Häcken. Hún var á skotskónum í Íslendingaslag í dag.

Diljá er efnilegur leikmaður sem gekk í raðir Häcken fyrir tímabilið frá Val. Hún skoraði sitt fimmta mark á tímabilinu, í sigri gegn Hammarby þennan laugardaginn.

Diljá byrjaði fyrir Häcken og jafnaði metin á sjöundu mínútu. Hún er núna komin með fimm mörk í níu deildarleikjum. Hjá Hammarby byrjaði Berglind Björg Þorvaldsdóttir sinn fyrsta leik og spilaði 51 mínútu.

Lokatölur 5-1 í þessum leik og er Häcken núna í öðru sæti með 32 stig, sex stigum frá toppliði Rosengård. Hammarby er í fjórða sæti deildarinnar.

Andrea Mist Pálsdóttir var í byrjunarliði Vaxjö og spilaði allan leikinn þegar liðið tapaði 1-0 fyrir Djurgården. Vaxjö er á botni deildarinnar með fjögur stig. Útlitið er ekki gott.

Jökull með stórleik
Í ensku C-deildinni átti markvörðurinn Jökull Andrésson stórleik þegar Morecambe vann 1-0 sigur gegn Sheffield Wednesday. Það var áhorfendamet sett á heimavelli Morecambe og sáu áhorfendur íslenska markvörðinn eiga stórleik.

Morecambe er í 14. sæti með sjö stig eftir fimm leiki. Núna framundan hjá Jökli eru leikir með U21 landsliði Íslands.

Guðlaugur Victor fyrirliði í sigri
Miðjumaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson var með fyrirliðabandið hjá Schalke, sem er risastórt félag í Þýskalandi, er liðið vann góðan sigur gegn Fortuna Dusseldorf á heimavelli.

Schalke lenti snemma undir en náði að snúa leiknum sér í vil, og unnu þeir að lokum 3-1. Þetta er fyrsti sigur Schalke í deildinni á þessu tímabili.

Núna fer Guðlaugur Victor til móts við íslenska landsliðið fyrir þrjá leiki í september.

Ekki er útlitið gott fyrir Vålerenga
Í norsku úrvalsdeildinni tapaði Íslendingalið Vålerenga fyrir toppliði Sandviken. Ingibjörg Sigurðardóttir byrjaði í vörn Vålerenga og kom Amanda Andradóttir inn á sem varamaður á 83. mínútu leiksins. Leikurinn endaði 1-0.

Vålerenga er ríkjandi meistari en það er ekki útlit fyrir það að liðið verji titilinn í ár. Vålerenga er 11 stigum frá toppliðinu, Sandviken.

Bjarni Mark spilaði en Böðvar ekki með toppliðinu
Bjarni Mark Antonsson kom inn á sem varamaður í sænsku B-deildinni er lið hans, Brage, tapaði 2-1 gegn Eskilstuna. Hann spilaði frá 66. mínútu leiksins. Brage situr í 12. sæti deildarinnar eftir 18 leiki spilaða.

Á toppi deildarinnar er Helsingborg með 34 stig. Böðvar Böðvarsson lék ekki með liðinu í dag, í 0-1 útisigri gegn Landskrona.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner