Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 28. ágúst 2021 09:20
Elvar Geir Magnússon
Endar Richarlison í PSG? - Sjöan föst á Cavani
Powerade
Brasilíumaðurinn Richarlison.
Brasilíumaðurinn Richarlison.
Mynd: Getty Images
Edinson Cavani er með sjöuna.
Edinson Cavani er með sjöuna.
Mynd: Getty Images
Ross Barkley.
Ross Barkley.
Mynd: Getty Images
Mbappe, Richarlison, Haaland, Jesus, Hazard, Cavani, Zouma, Witsel, Barkley og fleiri í slúðurpakkanum á laugardegi. BBC tók saman það helsta úr götublöðunum.

Paris St-Germain mun reyna að kaupa brasilíska framherjann Richarlison (24) frá Everton ef félagið samþykkir að selja Kylian Mbappe (22) til Real Madrid. (Sky Sports)

Everton fer fram á 85 milljónir punda fyrir Richarlison. (Star)

PSG mun reyna að fá Gabriel Jesus (24) frá Manchester City ef Mbappe fer. (Sun)

Everton hefur haft samband við Celtic og spurst fyrir um franska sóknarleikmanninn Odsonne Edouard (23). (Sky Sports)

Real Madrid vill reyna að losa belgíska vængmanninn Eden Hazard (20), sóknarmiðjumanninn Marco Asensio (25) eða brasilíska framherjann Rodrygo (20) þar sem félagið undirbýr komu Mbappe. (Goal)

Juventus hefur áhuga á að fá Hazard til að fylla í skarð Cristiano Ronaldo (36) sem gekk í raðir Manchester United. (Marca)

Edinson Cavani (34) er enn í áætlunum Manchester United og það er ekki hugsunin að selja hann eftir komu Ronaldo. (Goal)

Búið er að skrá Cavani með treyju númer sjö og það má ekki breyta því samkvæmt reglum. Enska úrvalsdeildin þyrfti að samþykkja sérstaka umsókn Manchester United um númerabreytingu til að Ronaldo fengi treyju sjö en slík umsókn hefur ekki verið samþykkt áður. (ESPN)

Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Manchester United, átti stóran þátt í því að lokka Ronaldo aftur á Old Trafford. (Mirror)

Tilraun Chelsea til að fá Saul Niguez (26) frá Atletico Madrid rann út í sandinn eftir að leikmaðurinn gat ekki fengið loforð frá Thomas Tuchel um reglulegan spiltíma. (90 Min)

Möguleg sala Kurt Zouma (25) frá Chelsea til West Ham ætlar að reyna flóknari en búist var við en læknisskoðun gekk ekki snuðrulaust fyrir sig. (Mirror)

Sevilla segir að Chelsea sé að renna út á tíma með að kaupa franska varnarmanninn Jules Kounde (22) sem er með 77,1 milljóna punda riftunarákvæði í samningi. (FootballEspana)

Chelsea gæti losað sig við Ross Barkley (27) og Danny Drinkwater (31) til að lækka launakostnað. (Sun)

Chelsea hefur komist að samkomulagi við danska varnarmanninn Andreas Christiansen (25) um nýjan samning. (Goal)

Aston Villa hefur áhuga á Axel Witsel (32), miðjumanni Dortmund. (Tuttosport)

Wolves hefur gert 12,8 milljóna punda tilboð í króatíska varnarmanninn Duje Caleta-Car (24) hjá Marseille. (Get French Football News)
Athugasemdir
banner
banner
banner