Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 28. ágúst 2021 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fengið traustið frá Arnari og borgað til baka
Kristall Máni Ingason
Kristall Máni Ingason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvar Geir Magnússon, Sæbjörn Steinke og Albert Brynjar Ingason ræddu toppslaginn milli Víkings og Vals í þaula. Sæbjörn vildi enda á því að hrósa Víkingsliðinu, þá sérstaklega tveimur leikmönnum fyrir að stíga upp á þessari leiktíð.

„Það eru tveir leikmenn í þessu Víkingsliði, Nikolaj Hansen, hvernig hann er búinn að springa út og skriðið sem Kristall er kominn á, nokkrir góðir leikir í röð. Sjálfstraustið sem þú færð með því að skora og fá traust í liðinu."

Hansen er markahæstur í deildinni með 13 mörk en þetta er fjórða tímabilið hans með Víkingi. Fyrir tímabilið hafði hann skorað 11 mörk í deildinni með Víkingi.

„Það er líka þannig með þessa stráka, það er greinilega mjög þægileg nálgun hjá þjálfaranum. Þessir strákar eru að koma sér í færi, þeir eru byrjaðir að skora en þeir hafa klúðrað rosalega mörgum færum en þora alltaf að koma sér aftur í þessa stöðu. Það hefur rosalega lítil áhrif á þá að klúðra þessum færum." bætti Albert við og sagði að leikmennirnir væru greinilega ekki hræddir við að fá gagnrýni frá Arnari Gunnlaugsyni þjálfara liðsins.

Kristall hefur skorað þrjú mörk og með eina stoðsendingu í fimm síðustu leikjum. Hann var valinn leikmaður 17. umferðar þegar hann skoraði tvö mörk í 3-0 sigri á Fylki. Hann er aðeins 19 ára gamall en hann var valinn í u21 árs landsliðshópinn sem mætir Hvíta-Rússlandi og Grikklandi í upphafi september í undankeppni EM 2023.

„Eins og Arnar talaði um Kristal um daginn þegar Kristall gerði stór mistök og Arnar kom í viðtal og sagði bara 'þetta er bara beautyið við unga leikmenn' og talaði eiginlega bara um þetta á jákvæðan hátt." bætti Elvar svo við.

Víkingur heimsækir FH í Kaplakrika næstkomandi sunnudag kl 17.
Innkastið - Albert Brynjar og brjáluð barátta um þann stóra
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner