Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 28. ágúst 2021 10:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fór meðvitað í peningana í Rússlandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 35 ára gamli Ragnar Sigurðsson leikmaður Fylkis og íslenska landsliðsins segir að hann hafi farið til Krasnodar í Rússlandi aðallega til að eiga fyrir salti í grautinn eftir að ferlinum lýkur.

Hann gekk til liðs við Krasnodar frá FCK árið 2014.

„Þá var ég bara kominn á þann stað að ég er farinn að fatta það að ég verð kannski ekki besti varnarmaður í heimi, ég hafði alltaf þann draum þegar ég var lítill strákur að verða besti varnarmaður í heimi og ég hélt virkilega að það væri mögulegt," sagði Ragnar Sigurðsson í podcast þættinum Chess After Dark.

„Svo þegar maður fer að fatta það, þú ert ekki með neina menntun og það er ekki séns að þú nennir að fara í einhverja eðlilega vinnu eftir að hafa verið fótboltamaður þá ferðu að sjá peningana í þessu."

„Ég hugsaði fyrir mína framtíð þá get ég ekki spilað í FCK að eilífu og ég sá að ég var ekki að fá þetta 'move' til Englands, er að verða eldri og eldri, þegar Rússland kemur inn í myndina þá var það bara 'skál fyrir því.'" Sagði Raggi að lokum.


Athugasemdir
banner
banner