Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 28. ágúst 2021 05:55
Victor Pálsson
Ísland í dag - Kemst Valur á toppinn á ný?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er nóg að gerast í íslenska boltanum á þessum fína laugardegi en leikið er í efstu deild karla, Lengjudeild sem og í neðri deildum.

Í Pepsi Max-deild karla fer fram einn leikur en meistarar Vals þurfa sigur heima gegn Stjörnunni.

Valur getur endurheimt toppsætið með sigri á Stjörnumönnum í dag en liðið er tveimur stigum frá Breiðablik sem vann KA 2-0 í vikunni.

Lengjudeildin er þá gríðarlega spennandi en Fram er búið að tryggja sér upp í næstu deild og mætir Gróttu á heimavelli.

Kórdrengir þurfa á sigri að halda á erfiðum útivelli í Grindavík en liðið er fjórum stigum á eftir ÍBV sem situr í öðru sæti.

Fjölnismenn eiga veika von um að komast upp í efstu deild en liðið mætir Þór Akureyri í seinasta leiknum sem fer fram 16:00.

Hér má sjá dagskrána í dag.

Pepsi Max-deild karla
19:15 Valur-Stjarnan (Origo völlurinn)

Lengjudeild karla
13:00 ÍBV-Vestri (Hásteinsvöllur)
14:00 Fram-Grótta (Framvöllur)
14:00 Afturelding-Þróttur R. (Fagverksvöllurinn Varmá)
14:00 Grindavík-Kórdrengir (Grindavíkurvöllur)
14:00 Víkingur Ó.-Selfoss (Ólafsvíkurvöllur)
16:00 Þór-Fjölnir (SaltPay-völlurinn)

2. deild karla
14:00 Haukar-Fjarðabyggð (Ásvellir)
14:00 Völsungur-Þróttur V. (Vodafonevöllurinn Húsavík)
14:00 KF-Njarðvík (Ólafsfjarðarvöllur)

2. deild kvenna - úrslitakeppni
14:00 Fjölnir-Völsungur (Extra völlurinn)

3. deild karla
13:00 Sindri-Tindastóll (Sindravellir)
14:00 Ægir-Einherji (Þorlákshafnarvöllur)
14:00 ÍH-KFS (Skessan)
15:00 Elliði-Víðir (Würth völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner